Erlent

Þrjátíu og tvö fórnarlömb jörðuð í dag

Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, sagði minningarorð um Monicu í jarðaförinni í dag.
Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, sagði minningarorð um Monicu í jarðaförinni í dag. Mynd/AFP
Monica Bosesei, oft kölluð „Mamma Úteyjar" var borint il grafar í dag ásamt þrjátíu og einu fórnarlambi voðaverkanna í Útey og í miðborg Oslóar.

Í dag eru tvær vikur frá voðaverkunum og var flaggað í hálfa stöng víða í Noregi af þeim sökum. Ríflega helmingur þeirra sem jarðsett voru í dag voru ungmenni yngri en 18 ára gömul.

Monica var 45 ára gömul og hafði séð um ungmennabúðirnar á eyjunni síðustu tuttugu árin.

Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noreg, var viðstaddur jarðaför hennar og sagði klökkur við útförina að rósirnar myndu gráta í dag.

Hann talaði um hversu indæl hún hefði verið og metnað hennar fyrir að taka vel á móti öllum sem heimsóttu Útey.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×