Innlent

Yfirheyrslur enn í fullum gangi

Yfirheyrslur enn í fullum gangi hjá sérstökum saksóknara. Samkvæmt fréttamanni Vísis sem er fyrir utan húsnæði sérstaks saksóknara hefur enginn farið inn né út úr húsinu. Fyrrum bankastjórarnir Sigurjón Árnason og Elín Sigfúsdóttir hafa sést utanfrá inn í húsinu.

Þá var komið með slatta af pizzum í húsnæðið fyrr í kvöld.

Ólafur Þór Haukssonar sérstakur saksóknari sagði í samtali við fréttamann Vísis fyrr í kvöld að hugsanlega verði farið fram á gæsluvarðhald yfir einhvern af þeim sjö sem hafa verið í yfirheyrslum hjá embættinu í dag.

Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar bankans, Elín Sigfúsdóttir, fyrrum forstöðumaður fyrirtækjasviðs Landsbankans og síðar bankastjóri, og Sigurjón Þ. Árnason fyrrum bankastjóri, eru ein af þeim sjö sem hafa verið yfirheyrð í dag. Sigurður G. Guðjónsson lögmaður er einnig staddur í húsnæðinu, en hann hefur annast mál Sigurjóns undanfarin misseri.

Yfirheyrslurnar snúa að starfsemi Landsbankans fyrir hrun. Meðal þess sem verið er að rannasaka er stórfelld markaðsmisnotkun bankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×