Viðskipti innlent

Már: Færir traustara gólf undir vextina

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði í ræðu á þingi Viðskiptaráðs í morgun að það væri algengt að seðlabankar "færi taumhald í hlutlausa stöðu" með hækkun nafnvaxta áður en slaki er horfinn úr hagkerfinu. Elli þyrfti mun snarpari vaxtahækkanir á skilum "slaka og spennu." Hækkun stýrivaxta um 0,25% prósentustig í 4,75% skýrðist ekki síst af þessu.

Már fjallaði ítarlega stöðu efnahagsmála og spá Seðlabanka Íslands sem birtist sl. miðvikudag í ræðu sinni, eins og venja er á haustþingi Viðskiptaráðs.

Orðrétt sagði Már m.a. í ræðu sinni:

"Það hefur verið spurt af hverju við séum að hækka vexti þegar það er engin þensla og fjárfestingarstigið er í lágmarki. Vissulega er engin ofþensla og vaxtahækkanir nú hafa ekki þann tilgang að slá á hana. En vextir hafa áhrif á verðbólgu þó svo það sé ekki ofþensla í gegnum hærra gengi og minna launaskrið sem nú virðist gæta. Síðan er það mjög algengt að seðlabankar byrja að færa taumhald í hlutlausa stöðu með hækkun nafnvaxta áður en slaki er horfinn því ella þyrfti mun snarpari vaxtahækkanir á skilum slaka og spennu."

Sjá má ræðu Más í heild sinni hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×