Erlent

Þök fuku og tré rifnuðu upp

Tugir þúsunda leituðu í neyðar­skýli áður en fellibylurinn gekk yfir strandbyggðir á austurströnd Ástralíu. Fréttablaðið/AP
Tugir þúsunda leituðu í neyðar­skýli áður en fellibylurinn gekk yfir strandbyggðir á austurströnd Ástralíu. Fréttablaðið/AP
Öflugasti fellibylur sem gengið hefur yfir norðausturströnd Ástralíu í nærri heila öld olli miklum skemmdum þegar hann fór yfir strandbyggðir í gær. Engar fréttir höfðu í gær borist af manntjóni.

Þök rifnuðu af húsum, tré rifnuðu upp með rótum og rafmagnslínur slitnuðu í óveðrinu. Vindhviður fóru í allt að 83 metra á sekúndu þegar verst lét á meðan fellibylurinn, sem hlotið hefur nafnið Yasi, gekk yfir.

Fellibylurinn eykur enn á hörmungarnar hjá íbúum fylkisins Queensland sem hefur orðið afar illa úti í miklum flóðum síðustu mánuði. - bj



Fleiri fréttir

Sjá meira


×