Innlent

St. Jósefs verður Landspítalinn

Allir starfsmenn St. Jósefsspítala flytjast til Landspítalans, fyrir utan þá sem starfa á hjúkrunarheimilinu Sólvangi.Fréttablaðið/pjetur
Allir starfsmenn St. Jósefsspítala flytjast til Landspítalans, fyrir utan þá sem starfa á hjúkrunarheimilinu Sólvangi.Fréttablaðið/pjetur

St. Jósefsspítali í Hafnarfirði sameinast í dag Landspítalanum, samkvæmt upplýsingum frá velferðarráðuneytinu. Gert er ráð fyrir því að allir núverandi starfsmenn St. Jósefsspítala verði starfsmenn Landspítalans eftir sameininguna.

Sameinað sjúkrahús verður rekið undir nafni Landspítalans. Gert er ráð fyrir því að legudeild lyflækninga verði áfram í húsnæði St. Jósefsspítala.

Hjúkrunarheimilið Sólvangur verður skilið frá St. Jósefsspítala fyrir sameininguna og rekið tímabundið sem sjálfstæð stofnun þar til nýtt hjúkrunarheimili rís í Hafnarfirði. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×