Innlent

Ekki heldur með réttarstöðu grunaðs í Milestone-málinu

Agnes Bragadóttir skrifaði fréttina um Inga Frey Vilhjálmsson í Morgunblaðið í gær.
Agnes Bragadóttir skrifaði fréttina um Inga Frey Vilhjálmsson í Morgunblaðið í gær.

Björgvin Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hefur nú staðfest að Ingi Freyr Vilhjálmsson blaðamaður á DV hefur ekki stöðu grunaðs manns, hvorki í hinu svokallaða njósnatölvumáli á Alþingi né í máli sem varðar meintan gagnastuld frá lögmanni Milestone. Þetta staðfesti Björgvin í samtali við Vilhjálm Vilhjálmsson, lögfræðing Inga Freys.

Morgunblaðið staðhæfði í gær að Ingi Freyr hefði réttarstöðu grunaðs manns í rannsókn lögreglunnar en strax í gær staðfesti lögreglan að Ingi hefði ekki stöðu grunaðs manns í njósnatölvumálinu. Nú hefur Björgvin staðfest að Ingi hefur heldur ekki stöðu grunaðs í Milestone málinu.

Lögmaður Inga Freys, sendi Agnesi Bragadóttur, blaðamanni Morgunblaðsins, bréf í gær þar sem gerðar eru þær kröfur að Morgunblaðið biðjist afsökunar á fréttaflutningnum og einnig að Inga Frey verði greiddar miskabætur.

Fékk blaðið frest til klukkan fjögur í gær til þess að bregðast við kröfunni en samkvæmt kröfunni var ekki svarað. Vilhjálmur reiknar því með að fara í meiðyrðamál við Agnesi Bragadóttur og eftir atvikum, ritstjóra blaðsins.


Tengdar fréttir

Krefur Agnesi um afsökunarbeiðni og miskabætur

Lögmaður Inga Freys Vilhjálmssonar, blaðamanns á DV, Vilhjálmur Vilhjálmsson, sendi Agnesi Bragadóttur, blaðamanni Morgunblaðsins, bréf í dag. Í því eru gerðar þær kröfur að Morgunblaðið biðjist afsökunar á fréttaflutningi Morgunblaðsins í dag og einnig að Inga Frey verði greiddar miskabætur.

Tölvan var útbúin sem gagnamiðlari

Fartölvan sem fannst í Alþingishúsinu fyrir ári var útbúin sem gagnamiðlari, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Rannsókn lögreglu á henni hefur leitt í ljós að ekkert stýrikerfi var inni á henni, þannig að einungis var hægt að ræsa hana með stýrikerfi sem var utan hennar. Tölvan var forrituð með þeim hætti að hún gat tekið við gögnum og sent þau áfram, án þess að þess sæjust nokkur merki í henni eftir að búið var að slökkva á henni.

„Aðför að heiðri Inga Freys"

Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir frétt Morgunblaðsins um tengsl blaðsins og Wikileaks og hugsanlega greiðslu fyrir stolin gögn aðför að heiðri Inga F. Vilhjálmssonar blaðamanns DV. Morgunblaðið segir Inga með réttarstöðu grunaðs manns í rannsókn lögreglunnar á málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×