Innlent

Fjögur ungmenni handtekin vegna fíkniefnamisferlis

Drengirnir voru að koma með Herjólfi þegar þeir voru handteknir.
Drengirnir voru að koma með Herjólfi þegar þeir voru handteknir.

Lögreglan í Vestmannaeyjum handtók fjóra 16 ára gamla pilta sem voru að koma til eyja með Herjólfi á föstudaginn. Við leit á einum þeirra fannst kannabis og viðurkenndu allir piltarnir aðild sína að málinu. Að skýrslutöku lokinni voru drengirnir frjálsir ferða sinna. Þeir hafa ekki komið áður við sögu lögreglu vegna fíkniefnamisferlis.

Lögreglan hafði síðan afskipti af einum af veitingastöðum bæjarins en þar fór fram sala áfengis eftir að slíku átti að vera lokið. Málið mun fara sína leið í kerfinu og má eigandi staðarins eiga von á sektum vegna brotsins.

Þá fékk ölvaður maður að gista fangageymslur lögreglu um helgina en hann hafði verið með hótanir og leiðindi við leigubifreiðastjóra, meðal annars neitað að greiða fargjaldið. Eftir að víman rann af honum, og að skýrslutökum loknum, var hann frjáls ferða sinna og kvaðst ætla að greiða fargjaldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×