Innlent

Munu flytja að Skjólbraut

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Samkomulagið var staðfest í Salnum í dag.
Samkomulagið var staðfest í Salnum í dag.
Fimm íbúar sambýlis við Borgarholtsbraut 51 munu á næstunni flytja í rýmra og betra húsnæði að Skjólbraut 1a sem mætir betur þörfum þeirra.

Þetta er unnt vegna þess að stjórnarnefnd um málefni fatlaðra ákvað 29. desember síðastliðinn, með samþykki félags- og tryggingamálaráðherra, að Kópavogsbær hlyti styrk úr Framkvæmdasjóði fatlaðra, alls 27 milljónir króna, til að endurbæta húseign bæjarins að Skjólbraut 1a í Kópavogi.

Samkomulagið var staðfest í anddyri Salarins, Tónlistarhúss Kópavogs, í dag af Guðrúnu Pálsdóttur bæjarstjóra fyrir hönd Kópavogsbæjar, Guðbjarti Hannessyni velferðarráðherra fyrir hönd velferðarráðuneytisins og Steina Þorvaldssyni, formanni stjórnarnefndar um málefni fatlaðra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×