Innlent

Sekt fyrir vanhirðu hrossa

fFótstaða hross með ofvaxna hófa.
fFótstaða hross með ofvaxna hófa.

Karlmaður hefur verið dæmdur í fimmtíu þúsund króna sekt í héraðsdómi Norðurlands vestra fyrir að hafa vanrækt umhirðu á tveimur hrossum sem voru í hans eigu.

Ákært var fyrir vanhirðu og vanfóðrun þriggja hrossa. Tvö hrossanna voru með svo mikið vaxna hófa að táin stóð upp í loft. Það leiddi til þess að fótstaða þeirra var röng.

Dómurinn féllst ekki á að um vanfóðrun hefði verið að ræða, en féllst á vanhirðuþáttinn.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×