Innlent

Kjúklingabændur: Jafnræðisreglan gildi um þá eins og aðra

Mynd úr safni

Félag kjúklingabænda segir að sótt hafi verið um heimild til þess að fullelda salmonellugreindan kjúkling til þess að bjarga verðmætum. Þetta segja þeir tíðkast í nágrannalöndum okkar.

„Ísland er eina landið sem ekki hefur veitt slíka heimild," segir í yfirlýsingu frá félaginu í kjölfar fréttar um málið í Fréttablaðinu í dag. Kjúklingabændur segja að fyrirkomulagið sé talið mjög öruggt „og er nú þegar tíðkað í a.m.k. einni kjöttegund hérlendis og teljum við að jafnræðisreglan þurfi að gilda um þetta eins og annað."

Þá segir að Landbúnaðarráðuneytið og Matvælastofnun séu með erindið til umfjöllunar og að ekki liggi fyrir svar enn sem komið er. „Félag kjúklingabænda ítrekar að hér eftir sem hingað til, munum við kappkosta að bjóða neytendum örugga, fyrsta flokks vöru."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×