Innlent

Staðfesti aldrei meðflutning

Sigmundur Ernir Rúnarsson
Sigmundur Ernir Rúnarsson

Sigmundur Ernir Rúnars­son Samfylkingunni stendur ekki að frumvarpi um að norsk-rússnesku skáldkonuninni Marie Amelie verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur.

Í frumvarpinu sem dreift var á þingi á fimmtudag voru Árni Johnsen og Sigmundur sagðir flutningsmenn. Frumvarpið hefur verið prentað upp, eins og það er kallað, og er Árni nú einn flutningsmaður.

„Árni hafði ámálgað þetta við mig en ég staðfesti aldrei meðflutning," segir Sigmundur Ernir. „Í prinsippinu er ég sammála því að illa hafi verið farið með þessa konu en textinn í skjali Árna er ekki eins og út úr mínum munni."- bþs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×