Innlent

Alþingi með umboð þjóðarinnar

Sigurður Líndal
Sigurður Líndal
Samþykki rúmur meirihluti Alþingis Icesave-samninginn eru skilaboðin skýr og hann síður lagður í þjóðaratkvæðagreiðslu. Eftir því sem dregur úr stuðningi á Alþingi aukast líkur á þjóðar­atkvæðagreiðslu. Þetta er mat Sigurðar Líndal lagaprófessors.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ræddi um nýja Icesave-samninginn við Egil Helgason, þáttastjórnanda Silfurs Egils, í gær. Ólafur sagði samninginn gjörólíkan þeim sem hann vísaði til þjóðarinnar á sínum tíma. Þá hafi sú atkvæðagreiðsla öðru fremur styrkt samningsstöðu Íslands. Hann vildi ekki segja til um hvort hann teldi þjóðaratkvæðagreiðsluna verða endurtekna.

„Kjarni málsins er sá hvort Alþingi á hverjum tíma tekst að sannfæra þorra þjóðarinnar um það að ákvörðun Alþingis sé rétt. Ef Alþingi tekst það, þá kemur varla til álita að forsetinn vísi málinu [til þjóðarinnar], hvað sem forminu líður. Þetta er spurning um það hvort þorri þjóðarinnar styður þá ákvörðun,“ sagði hann.

Sigurður bendir á fleiri þætti sem gætu kallað á að þjóðar­atkvæðagreiðslu. „Ef það yrði til fjöldahreyfing gegn samningnum væri ekki óeðlilegt að forsetinn legðist undir feld,“ segir hann. - jab



Fleiri fréttir

Sjá meira


×