Innlent

Ofbeldið nátengt skemmtanalífinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Stefán Eiríksson lögreglustjóri er á meðal frummælenda. Mynd/ GVA.
Stefán Eiríksson lögreglustjóri er á meðal frummælenda. Mynd/ GVA.
„Á meðan við höfum skemmtanalífið í þeirri mynd sem það er í í dag, þá höfum við ofbeldi af einhverju tagi," segir Stefán Eirísson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Stefán er á meðal frummælenda á málfundi sem Samtök verslunareigenda við Laugaveg og Íbúasamtök miðborgar boða til í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan sex í dag.

Á fundinum verður rætt hvernig stemma má stigu við ofbeldi, ónæði og vondri umgengni í miðborginni. Auk frummælenda verða Jón Gnarr borgarstjóri og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra á fundinum.

Lögreglustjóri segir að gögn sem embættið hafi undir höndum bendi ekki til þess að ofbeldi hafi verið að aukast á nýliðnum misserum. Þetta eigi við í flestum brotaflokkum, hvort sem horft er til ofbeldis, þjófnaða, innbrota eða eignaspjalla. Ofbeldið sé mjög tengt skemmtanalífinu. „Og það er verið að vinna í því með fjölmörgum hætti að reyna að draga úr því með öllum tiltækum ráðum, meðal annars með auknu samstarfi lögreglu, skemmtistaða og borgaryfirvalda," segir Stefán.

Stefán segir að öryggismyndavélar sem settar hafi verið upp fyrir fimmtán árum hafi einnig gagnast við þetta. „Það var ein leið til að stemma stigu við auknu ofbeldi og síðan er það nú bara ýmis atriði sem snúa að öryggi inni á skemmtistöðum," segir Stefán. Það séu því ýmsar aðgerðir sem hafa leitt til þess að ástandið hafi í það minnsta ekki versnað




Fleiri fréttir

Sjá meira


×