Innlent

Hálka og éljagangur - Færð á vegum

Mynd úr safni / Vilhelm
Á Suðurlandi er hálka, hálkublettir eða snjóþekja nokkuð víða. Meðal annars er hálka og éljagangur á Hellisheiði og í Þrengslum.

Flughált er austan við þjónustumiðstöðina á Þingvöllum og ofan við Flúðir.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni um færð og ástand vega.

Á Vesturlandi er hálka og éljagagnur á Holtavörðuheiði, hálka er á Bröttubrekku og á nokkrum leiðum á Snæfellsnesi á öðrum leiðum er hálka eða hálkublettir.

Á Vestfjörðum er hálka eða hálkublettir á flestum fjallvegur en autt á láglendi. Skafrenningur á Kleifarheiði.

Á Norðurlandi eru hálkublettir á Vatnsskarði, Þverárfjalli og sumstaðar á útvegum.

Það er hálka á Mývatns- og Möðrudalsöræfum, hálka eða hálkublettir eru á flestum fjallvegum á Austurlandi en vegir á láglendi eru víðast auðir.

Á Suðausturlandi eru hálkublettir frá Kvískerjum að Lómagnúp en krapasnjór þar fyrir vestan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×