Erlent

Umferðaröngþveiti bjargaði líklega lífi Gro Harlem Brundtland

Gro Harlem Brundtland var forsætisráðherra Noregs 1981, 1986-89 og 1990-96. Síðar gegndi hún embætti framkvæmdastjóra heilbrigðisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (WHO).
Gro Harlem Brundtland var forsætisráðherra Noregs 1981, 1986-89 og 1990-96. Síðar gegndi hún embætti framkvæmdastjóra heilbrigðisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (WHO). Mynd/AFP
Umferðaröngþveiti virðist hafa bjargað lífi Gro Harlem Brundtland, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, en hún var sem kunnugt er farin úr Útey þegar norski hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik kom þangað grár fyrir járnum og myrti tugi ungmenna, að því er norska dagblaðið Verdens Gang greinir frá.

Blaðið segir að Breivik hafi sagt í skýrslutökum í gær að hann hefði tafist hinn 22. júlí síðastliðinn og ekki getað hrint ódæðisverkum sínum í framkvæmd innan þess tímaramma sem hann hafði sett sér. Svo virðist sem það hafi bjargað mörgum mannslífum, bæði í Osló og Útey, en fram kemur í Verdens Gang að Breivik hafi sagt í skýrslutökum að hann hafi viljað komast til Úteyjar meðan Brundtland var þar.

Verdens Gang og Aftenposten greina frá því að umferðarslys í Osló hafi seinkað allri umferð og þar með tafið Breivik og raskað áformum hans. Þannig hafi hann ætlað að koma sprengjunni fyrir í miðbæ borgarinnar mun fyrr og ætlað sér að fara þaðan beint til Úteyjar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×