Obama valdamestur - Gates valdmestur í einkageiranum 8. nóvember 2011 22:00 Barack Obama er valdamesti maður heims, samkvæmt uppfærðum lista viðskiptatímaritsins Forbes. Á uppfærðum lista viðskiptatímaritsins Forbes yfir valdamesta fólk heims eru fyrst og fremst þekkt andlit af sviði alþjóðlegra stjórn- og efnahagsmála. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, er valdamestur í stjórnmálum og Bill Gates, forstjóri Microsoft, í einkageiranum en aðeins tveir úr einkageiranum komast inn á topp tíu listann. Ásamt Gates er það Mark Zuckerberg, forstjóri og stærsti eigandi Facebook. Listinn er eftirfarandi.1. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. Hann hefur þræðina í hendi sér í stærsta hagkerfi heimsins. 2. Vladímir Pútín, forsætisráðherra Rússlands. Hann þykir hafa styrkt efnahagslega stöðu Rússlands í Evrópu og Asíu mikið og er enn maðurinn sem allir líta til í Rússlandi. 3. Hu Jintao, forseti Kína. Kína vex og vex, og völdin með. Jintao er höfuðið í alþýðulýðveldinu þar sem heimsmetið í hagvexti er slegið árlega. 4. Angela Merkel, kanslari Þýskalands. Hún er sú sem mestu ræður á evrusvæðinu. Þegar það er í krísu er horft til Merkel. 5. Bill Gates, forstjóri Microsoft. Nú er enginn Steve Jobs. Gates er áhrifamikill í hugbúnaðargeiranum og einnig í góðgerðarstarfi. 6. Abdullah bin Abdul Aziz al Saud, kóngur í Sádí-Arabíu. Hann bað Bandaríkin um að ráðast á Íran, eins og Wikileaks afhjúpaði. Olíuauði Sádí-Arabíu er stýrt af honum. 7. Benedikt Páfi XVI. Kaþólski söfnuðurinn er stærsti söfnuður heimsins. Sumir segja að bankinn í Vatíkaninu sé eini bankinn innan Ítalíu sem ekki standi illa. 8. Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Bernanke er kannski ekki með viðurnefnið Guð, eins og forveri hans Alan Greenspan, en hann er virtasti seðlabankastjóri heimsins. 9. Mark Zuckerberg, forstjóri og stærsti eigandi Facebook. Hver er ekki á Facebook? Vissir þú að Facebook á allt sem birtist á vef hans? Zuckerberg ræður þessum samskiptavef. 10. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. Cameron er ekki lengur yngstur á meðal hinna valdamestu, eins og á síðasta ári. Cameron er 45 ára en Zuckerberg er langyngstur, 27 ára. Mest lesið Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Á uppfærðum lista viðskiptatímaritsins Forbes yfir valdamesta fólk heims eru fyrst og fremst þekkt andlit af sviði alþjóðlegra stjórn- og efnahagsmála. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, er valdamestur í stjórnmálum og Bill Gates, forstjóri Microsoft, í einkageiranum en aðeins tveir úr einkageiranum komast inn á topp tíu listann. Ásamt Gates er það Mark Zuckerberg, forstjóri og stærsti eigandi Facebook. Listinn er eftirfarandi.1. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. Hann hefur þræðina í hendi sér í stærsta hagkerfi heimsins. 2. Vladímir Pútín, forsætisráðherra Rússlands. Hann þykir hafa styrkt efnahagslega stöðu Rússlands í Evrópu og Asíu mikið og er enn maðurinn sem allir líta til í Rússlandi. 3. Hu Jintao, forseti Kína. Kína vex og vex, og völdin með. Jintao er höfuðið í alþýðulýðveldinu þar sem heimsmetið í hagvexti er slegið árlega. 4. Angela Merkel, kanslari Þýskalands. Hún er sú sem mestu ræður á evrusvæðinu. Þegar það er í krísu er horft til Merkel. 5. Bill Gates, forstjóri Microsoft. Nú er enginn Steve Jobs. Gates er áhrifamikill í hugbúnaðargeiranum og einnig í góðgerðarstarfi. 6. Abdullah bin Abdul Aziz al Saud, kóngur í Sádí-Arabíu. Hann bað Bandaríkin um að ráðast á Íran, eins og Wikileaks afhjúpaði. Olíuauði Sádí-Arabíu er stýrt af honum. 7. Benedikt Páfi XVI. Kaþólski söfnuðurinn er stærsti söfnuður heimsins. Sumir segja að bankinn í Vatíkaninu sé eini bankinn innan Ítalíu sem ekki standi illa. 8. Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Bernanke er kannski ekki með viðurnefnið Guð, eins og forveri hans Alan Greenspan, en hann er virtasti seðlabankastjóri heimsins. 9. Mark Zuckerberg, forstjóri og stærsti eigandi Facebook. Hver er ekki á Facebook? Vissir þú að Facebook á allt sem birtist á vef hans? Zuckerberg ræður þessum samskiptavef. 10. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. Cameron er ekki lengur yngstur á meðal hinna valdamestu, eins og á síðasta ári. Cameron er 45 ára en Zuckerberg er langyngstur, 27 ára.
Mest lesið Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira