Innlent

Ísland í tólfta sæti

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ísland er í tólfta sæti á lista yfir þau lönd sem búa við mesta velmegun. Listinn, sem var nýlega birtur, ber titilinn 2010 Prosperity Index. Á honum er 110 ríkjum raðað í röð eftir velmegun.

Við mat á því hversu mikillar velmegunar ríki njóta eru skoðaðir 89 þættir sem skiptast í átta flokka. Þeir eru efnahagslíf, nýsköpun, stjórnarfar, menntun, heilbrigði, öryggi, persónulegt frelsi og félagsauður.

Í mati á Íslandi kemur fram að Íslendingar eru yfir meðallagi á öllum þáttum átta nema efnahagslífi, en þar þykja Íslendingar vera í meðallagi.

Noregur er í efsta sæti listens, Danmörk í öðru sæti, Finnar í því þriðja og Svíar í því sjötta. Íslendingar eru því eftirbátar allra hinna Norðurlandanna. Zimbabwe er í aftasta sæti og Pakistan er næst fyrir ofan Zimbabwe.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×