Erlent

Kínverjar setja reglur um reykingar í bíómyndum

MYND/AP

Kínverjar hafa fyrirskipað framleiðendum kvikmynda og sjónvarpsþátta að draga úr reykingum á skjánum. Fyrirskipunin er líður í því að draga úr reykingum almennings en engin þjóð á jörðinni reykir eins mikið og sú kínverska. 300 milljón manns reykja reglulega og á hverju ári látast milljón manns úr sjúkdómum tengdum reykingum.

Nýju reglurnar kveða á um að fólk undir átján ára aldri megi ekki sjást með sígarettu og söguhetjurnar mega ekki reykja í opinberum byggingum eða á öðrum stöðum þar sem reykingar eru bannaðar í raunveruleikanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×