Erlent

Útgöngubann sett á Egyptalandi

Útgöngubann hefur verið sett í egypsku borgunum Kaíró, Alexandríu og Súez en tugir þúsunda mótmælenda hafa verið á götum landsins undanfarna daga til þess að mótmæla stjórn Mubaraks forseta.

Enn sauð uppúr í dag eftir föstudagsbænir múslima þegar sló í brýnu á milli lögreglu og mótmælenda. Mubarak forseti, sem ríkt hefur í 31 ár, fyrirskipaði hernum að skerast í leikinn í dag um leið og útgöngubann var sett á.

Fréttamyndir frá Kaíró sýna þó að enn er fjöldi fólks á götum úti. Að minnsta kosti átta hafa látist í átökum síðustu daga og tugir slasast. Þá hefur lögreglan handtekið allt að þúsund manns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×