Innlent

Þingmenn sameinist um stjórnlagaþing

Mynd/Anton Brink
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir eðlilegt að stjórnarþingmenn og þingmenn úr röðum stjórnarandstöðu sameinist um nýtt frumvarp til laga um stórnlagaþing eftir ákvörðun Hæstaréttar um ógildingu kosninganna.

Eins og fréttastofa greindi frá í gær er forsætisráðherra þeirrar skoðunar að kjósa eigi til stjórnlagaþings að nýju eftir ákvörðun Hæstaréttar um ógildingu kosninganna. Hins vegar liggur ekki fyrir hvernig framkvæmdinni verður háttað. Það er, hvort kosið verði að nýju með sömu frambjóðendum eða hvort öðrum verði gefinn kostur á að bjóða sig fram.

„Þetta mál að halda stjórnlagaþing og færa þjóðinni nýja stjórnarskrá tel ég eitt af brýnustu viðfangsefnum sem eru framundan. Það er ljóst að Alþingi hefur ekki haft burði til þess á undanförnum árum og áratugum að færa þjóðinni nýja stjórnarskrá. Þess vegna held ég að við eigum að halda okkur við þessa leið," segir Jóhanna.

Aðspurð hvort ekki hefði mátt vanda betur til verka segir Jóhanna: „Þetta var mjög vandasamt verk því við vorum að fara inn í mjög sérstakar kosningar. Ég held að allir hafi lagt sig fram sem komu bæði að lagasetningu og framkvæmdinni. Auðvitað má segja eftir á að það hefðu verið ákveðin atriði sem hefði mátt skoða betur."

Hún segir eðlilegt að þeir þingmenn sem vilji stjórnlagaþing sameinist um flutning á frumvarpi um stjórnlagaþing. Hún telur að meirihluti þingmanna sé fylgjandi stjórnlagaþingi.


Tengdar fréttir

„Til hamingju með daginn ríkisstjórn“

Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, segir að öll ábyrgð á þeirri stöðu sem nú er komin upp varðandi stjórnlagaþingið hvíli hjá ríkisstjórninni og sérstaklega hjá „barnsmóður“ stjórnlagaþingsins, Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra.

Ef um svindl væri að ræða ætti einhver að axla ábyrgð

Innanríkisráðherra segir stjórnarmeirihlutann staðráðinn í að stjórnlagaþing verði haldið og kjósa þurfi aftur til þess. Hann segir engan hafa gert athugasemdir við frumvarp um framkvæmd kosninganna, heldur hafi menn deilt um hvort yfirleitt ætti að boða til stjórnlagaþings.

Fulltrúi á stjórnlagaþingi: Ólétt og atvinnulaus

Hin tuttugu og fjögurra ára gamla Ástrós Gunnlaugsdóttir, sem náði kjöri á stjórnlagaþing, segir niðurstöðu Hæstaréttar mikil vonbrigði. Hún eyddi sparifénu í kosningabaráttuna, tók sér frí frá námi og situr nú ólétt heima. Hún íhugar að leita réttar síns og vonar að einhver grípi inn í.

Jón sagði já en meinti nei

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði mistök þegar atkvæði voru greidd um frumvarp til laga um stjórnlagaþing aðfaranótt 16. júní síðastliðið sumar. Jón var eini þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem greiddi atkvæði með málinu. Óli Björn Kárason sagði nei en aðrir þingmenn flokksins sátu hjá eða voru fjarverandi atkvæðagreiðsluna.

Illugi: „Miklir menn eru þeir þremenningar“

Illugi Jökulsson sem náði kjöri á stjórnlagaþing segir að þremenningarnir sem kærðu framkvæmd kosninganna til stjórnlagaþings séu „miklir menn." Þetta kemur fram á Facebook-síðu hans.

Ögmundur: „Allt á að þola ljósið. Allt!“

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir eðlilegt að beina sjónum að þremur aðilum þegar kemur að ábyrgð vegna kosninga til stjórnlagaþings sem hefur verið úrskurðuð ógild. Fyrstan nefnir Ögmundur þar sjálfan Hæstarétt sem dæmdi í málinu, þá löggjafarvaldið og loks framkvæmdaaðilana.

„Forseti, nú kjósum við bara aftur“

Margrét Tryggvadóttir þingmaður Hreyfingarinnar sagði á Alþingi í dag að mikilvægasta málið núna væri að stjórnlagaþingið yrði haldið og að Íslendingar fái róttæka endurskoðun á stjórnarskránni.

Ekki tilefni til afsagnar

„Það er mín persónulega skoðun að ekki hafi verið tilefni til afsagnar, hvorki af hálfu landskjörstjórnar né af hálfu annarra aðila sem önnuðust framkvæmd þessarar kosningar," segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Hann segir þó að um sé að ræða sjálfstæða stjórn sem taki eigin ákvarðanir á eigin forsendum. „Fyrst þetta er þeirra mat þá bera að virða það,“ segir Ögmundur.

Landsbyggðin fái fleiri fulltrúa

Stjórnlagaþingsfulltrúi telur að efna eigi til nýrra stjórnlagaþingskosninga. Þá eigi kosningin að vera að hluta landshlutabundin til að tryggja að landsbyggðin fái fleiri fulltrúa á þingið.

„Tökum ekki stjórnlagaþingið frá þjóðinni“

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir ekki koma til greina að hætta við stjórnlagaþingið. Jóhanna flutti munnlega skýrslu um þá stöðu sem nú er komin upp eftir að Hæstiréttur lýsti kosningu til stjórnlagaþings ógilda. Hún fór yfir ástæðurnar sem Hæstiréttur taldi grundvöllur fyrir ógildingu og benti á að fyrst og fremst væri fundið að vinnulagi við framkvæmd kosninganna en ekki lögin sjálf. Hún benti á að ekkert af þeim atriðum sem Hæstiréttur tilgreindi hafi komið fram sem raunveruleg vandamál við framkvæmdina.

Ögmundur íhugi afsögn

Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, verði alvarlega að afsögn vegna ákvörðunar Hæstaréttar um ógildingu stjórnlagaþingskosninganna.

Stjórnarþingmaður: Landskjörstjórn segi af sér

Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að landskjörstjórn verði að segja af sér í kjölfar þess að Hæstiréttur ógilti kosningu til stjórnlagaþings. Að hans mati er eina færa leiðin í málinu sú að kosið verði aftur til stjórnlagaþings, og þá gangi ekki að sama kjörstjórn komi að framkvæmdinni.

Margt bendi til að pólitík hafi ráðið

Stjórnlagaþingsfulltrúi segir að hæstiréttur hafi gengið of langt með því að ógilda kosningarnar. Margt bendi til að pólítik hafi ráðið því að framkvæmd kosninganna var kærð.

Ögmundur vill kjósa aftur til stjórnlagaþings

Innanríkisráðherra vill að kosið verði aftur til stjórnlagaþings. Það kemur honum á óvart hvað Hæstiréttur túlkar lögin um kosningar til þingsins þröngt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×