Erlent

Lögregla tekst á við 3000 nærbuxur

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.
Lögreglumenn í Ohio í Bandaríkjunum fengu óvenjulegt útkall í gær. Þeir voru kallaðir út vegna þess að einum 3000 nærbuxum hafði verið dreift meðfram hraðbraut í ríkinu.

„Ég trúði ekki mínum eigin augum,“ sagði Gary Hummel lögreglustjóri.

Nærbuxurnar voru sumar hreinar og sumar notaðar. Þær lágu í í bunkum og hrúgum, uppum grindverk og héngu jafnvel uppi í tré. Þeim virtist hafa verið sturtað úr innkaupapokum frá nærliggjandi verslunum.

Það tók lögregluna tvo klukkutíma að tína upp nærbuxurnar og setja þær í 10 svarta ruslapoka. Nú fylla þær beinlínis sönnunargagnaherbergi lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×