Erlent

Ósýnilegur hjólahjálmur besta hönnunin

Gamaldags og klunnalegir hjólahjálmar gætu verið úr sögunni eftir nokkur ár. Myndin er úr safni.
Gamaldags og klunnalegir hjólahjálmar gætu verið úr sögunni eftir nokkur ár. Myndin er úr safni.
Á einni stærstu hönnunarkeppni heimsins hlutu tvær stúlkur fyrstu verðlaun þetta árið fyrir að hanna ósýnilegan hjólahjálm. Verðlaunin eru litlar 100.000 evrur, eða rúmar 16 milljónir króna.

Hjálmurinn virkar á svipaðan hátt og loftpúðar í bíl, þegar hjólreiðamaðurinn lendir í slysi sprettur uppblásinn hjálmur upp úr hálsumgjörð sem hjólreiðarmaðurinn hefur um hálsinn og yfir höfuðið.

Stúlkurnar segja hugmyndina hafa kviknað þegar þær heyrðu fólk tala um hversu asnalegir hjálmar eru. „Af hverju hönnum við þá ekki bara ósýnilegan hjálm,“ sögðu þær hvor við aðra í hálfkæringi. Þær kveiktu ekki á því fyrr en síðar að þetta væri „milljón dollara hugmynd“.

Lítill hópur mikið lærðra hönnuða ákvað hver hlaut verðlaunin, en almenningur gat einnig haft áhrif með því að tilnefna sína uppáhalds hönnun.

Hér má sjá myndband af því hvernig hjálmurinn virkar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×