Innlent

Þingsályktun lögð fram um að ESB umsókn verði dregin til baka

Unnur Brá Konráðsdóttir er á meðal þeirra sem leggja tillöguna fram.
Unnur Brá Konráðsdóttir er á meðal þeirra sem leggja tillöguna fram.

Þrír þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar þess efnis að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Flutningsmennirnir eru þau Unnur Brá Konráðsdóttir, Sjálfstæðisflokki, Ásmundur Einar Daðason, VG og Gunnar Bragi Sveinsson, Framsóknarflokki.

Máli sínu til stuðnings segja þingmennirnir meðal annars að mikilvægt sé að nýta krafta stjórnsýslunnar og fjármagn ríkisins til þeirra brýnu verkefna sem liggi fyrir í kjölfar bankahrunsins.

Þau segja ljóst að ekki sé einhugur um málið innan ríkisstjórnarinnar að slæmt sé fyrir orðspor Íslands á alþjóðavettvangi að halda aðildarferlinu áfram þegar bersýnilegt sé að hugur fylgi ekki máli.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×