Innlent

Sigríður verður ekki á tvöföldum launum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari og saksóknari Alþingis.
Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari og saksóknari Alþingis.
Sigríður J. Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari og saksóknari Alþingis, hefur óskað eftir samtölum við skrifstofustjóra Alþingis um að laun vegna starfa hennar fyrir Alþingi verði lækkuð. Þetta staðfestir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri þingsins, í samtali við Vísi.

Sigríður J. Friðjónsdóttir var kjörin saksóknari Alþingis í október síðastliðnum. Hún var svo skipuð ríkissaksóknari frá 1. maí síðastliðnum. Hún hyggst gegna báðum embættum samhliða, en ætlar að fara fram á að hún fái ekki greitt að fullu tvöföld laun. 

„Hún hefur haft samband við okkur og farið frammá samtöl um það hvernig þessum málum verði skipað, því að hún vilji ekki hafa laun á báðum stöðum," segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. Helgi segir hins vegar að ekki sé búið að ganga frá þessum málum. 

Kjör ríkissaksóknara taka mið af kjörum hæstaréttardómara. Launin eru um 900 þúsund á mánuði, samkvæmt upplýsingum frá kjararáði. Laun saksóknara Alþingis eru þau sömu og laun ríkissaksóknara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×