Innlent

Pétur Kristján fékk myndavélina

Pétri Kristjáni Guðmundssyni varð að ósk sinni þegar hann fékk afhenta glæsilega Canon myndavél auk linsu og minniskorts í gær en Pétur lamaðist fyrir neðan mitti þegar hann féll niður kletta í Austurríki um síðustu áramót.

Pétur er kvikmyndagerðarmaður og hafði greint frá því að hann ætti þá ósk að eignast myndavél, þá væri hann betur í stakk búinn fyrir spennandi verkefni sem hann væri með í bígerð.

„Benedikt Finnbogi Þórðarson og félagar í hópnum Framtak tóku sig til og hófu söfnun fyrir Pétur Kristján og fékk Nýherja, umboðsaðila Canon, í lið með sér, sem veitti myndarlegan afslátt á búnaðinum,“ segir í tilkynningu frá hópnum.

„Benedikt Finnbogi og aðrir í Framtak hópnum ásamt Pétri Kristjáni vilja koma fram þakklæti til þeirra sem studdu við bakið á okkur en einnig fá Nýherji og Beco sérstakar þakkir fyrir ómissandi þáttöku.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×