Innlent

Ástráður gagnrýnir úrskurð Hæstaréttar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ástráður Haraldsson segir það alveg ljóst að ágallar á kosningunni hafi ekki haft áhrif á niðurstöður hennar. Mynd/ Anton.
Ástráður Haraldsson segir það alveg ljóst að ágallar á kosningunni hafi ekki haft áhrif á niðurstöður hennar. Mynd/ Anton.
Ástráður Haraldsson, fyrrverandi formaður landskjörstjórnar, gagnrýnir úrskurð Hæstaréttar um að ógilda kosningar til stjórnlagaþings.

Ástráður sagði í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í kvöld að það væri alveg ljóst að þeir annmarkar sem hafi verið á kosningum í lok nóvember hafi ekki haft áhrif á niðurstöður kosninganna. Sem kunnugt er sagði landskjörstjórn af sér á föstudag vegna úrskurðar Hæstaréttar um að ógilda kosningarnar.

„Ég er þeirrar skoðunar að það komi berlega fram bæði í öllum málatilbúnaði og raunar í niðurstöðunni að það eru engin atvik sem benda til þess að þeir ágallar sem hafi verið á kosningunni hafi haft áhrif á niðurstöðuna," segir Ástráður.

Ástráður segir það vera almenna reglu í kosningarétti að ef ágallar á kosningu eru ekki þess eðlis að þeir hafi haft áhrif á kosningar þá segir þessa almenn regla sér að það eigi ekki að ógilda kosningarnar.

Aðspurður hvort einhver annar en landskjörstjórn ætti að segja af sér vegna málsins sagði hann að sig varðaði ekkert um það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×