Erlent

Ætla að loka frelsisstyttunni

MYND/AFP
Frelsisstyttan fræga í New York verður lokuð næsta árið en hún er í brýnni þörf fyrir ítarlegt viðhald. Styttan er einn vinsælasti ferðamannastaður heimsins og gert er ráð fyrir því að viðgerðin kosti rúma þrjá milljarða króna.

Styttan var gjöf frá Frökkum til vina sinna í Bandaríkjunum árið 1886 og er hún 93 metrar á hæð. Hún stendur á Frelsiseyju í höfninni í New York og verður eyjan eftir sem áður opin almenningi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×