Erlent

Um 180.000 heimili rafmagnslaus eftir Yasi

Um 180.000 heimili eru nú rafmagnslaus og fjöldi húsa eyðilagður eftir að hvirfilbylurinn Yasi skall á Queensland í gærkvöldi.

Hinsvegar eru engar fréttir um manntjón af völdum Yasi og segja yfirvöld í Ástralíu að betur hafi farið en áhorfðist.

Yasi sem var af styrkleikaflokki fimm og með vindstyrk upp á 80 metra sekúndu olli mestum skaða í strandbæjum í Queensland þar sem hann gekk á land en eftir það dró fljótt úr styrk hans.

Íbúum borga og bæja sem Yasi fór um hefur verið sagt að þeir geti snúið aftur heim í dag. Tugþúsundir þeirra höfðu flúið heimili sín áður en Yasi gekk á land.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×