Erlent

Tugir milljóna héldu sig heima vegna veðurs

Í Chicago var jafnfallinn snjór allt að 60 sentimetrum.
Í Chicago var jafnfallinn snjór allt að 60 sentimetrum. MYND/AP

Mestu vetrarhörkur í Bandaríkjunum í sextíu ár hafa valdið samgöngutruflunum, rafmagnsleysi, röskun á skólahaldi og atvinnulífi víðs vegar um landið. Í miðvesturríkjunum er um sextíu sentimetra jafnfallinn snjór.

Veðurhamurinn nær yfir um helming Bandaríkjanna og hafa tugir milljóna manna haldið sig heima vegna veðursins og ekki mætt til vinnu. Bæði í Chicago og New York hefur ekki fallið eins mikill snjór í áratugi. Sumstaðar ná snjóalög allt upp í tvo til þrjá metra í Chicago.

Frost er sumstaðar allt að 30 gráður. Talið er að tólf manns hafi látist vegna vetrarhörkunnar. Þá er búið að leggja niður 13 þúsund flugferðir í þessari viku vegna veðursins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×