Innlent

Ræða stöðu stjórnlagaþings

Málþing Rætt verður um ákvörðun Hæstaréttar um ógildingu stjórnlagaþings á málþingi á vegum Verkfræði- og náttúruvísindasviða Háskóla Íslands í dag.

Þorkell Helgason stærðfræðingur, sem náði kjöri á stjórnlagaþing, greinir kosningarnar og kerfið sem notað var. Jóhann P. Malmquist, prófessor í tölvunarfræði og ráðgjafi landskjörstjórnar við kosningarnar, fjallar um þá ályktun Hæstaréttar að rekja hafi mátt atkvæði til kjósenda. Reynir Axelsson stærðfræðingur gagnrýnir niðurstöðuna og Eggert Briem prófessor dregur málið saman og reifar stöðuna.

Málþingið er haldið í Þjóðminjasafninu frá klukkan 12 til 14.45. - sh






Fleiri fréttir

Sjá meira


×