Innlent

Óvíst hvort húsleit beinist að starfsemi MP

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóri MP banka. Hann tók við sem forstjóri í júní 2009. Að öllum líkindum varðar húsleit hjá MP mál sem sem varðar viðskipti fyrir hrun.
Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóri MP banka. Hann tók við sem forstjóri í júní 2009. Að öllum líkindum varðar húsleit hjá MP mál sem sem varðar viðskipti fyrir hrun.

Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóri MP banka, staðfesti við fréttastofu í morgun að húsleit hefði verið framkvæmd í höfuðstöðvum bankans. Að sögn Gunnars Karls mættu lögreglumenn frá embætti sérstaks saksóknara laust eftir klukkan tíu í morgun. Voru þeir enn að störfum klukkutíma síðar að fara í gegnum gögn.

Að sögn Gunnars Karls hefur bankinn hefur bankinn ekki fengið upplýsingar frá sérstökum saksóknara um að húsleitin beinist að starfsemi bankans sjálfs eða meintum brotum hans. Gunnar Karl hóf störf í bankanum í júní 2009, tæpu ári eftir hrun, en flestar rannsóknir sérstaks saksóknara eru vegna viðskipta sem áttu sér stað fyrir 6. október 2008.

Einnig voru framkvæmdar húsleitir í morgun hjá Straumi og Seðlabankanum. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, vildi ekkert tjá sig um málið í samtali við fréttastofu í morgun.




Tengdar fréttir

Húsleitir hjá Seðlabanka, Straumi og MP - handtökur gerðar

Sérstakur saksóknari hefur gert húsleitir í dag. Samkvæmt upplýsingum Vísis tengist rannsóknin MP banka, Straumi og Seðlabankanum. Sérstakur saksóknari vildi ekkert láta hafa eftir sér um málið þegar að Vísir hafði samband við hann í dag. Samkvæmt heimildum Vísis hafa handtökur verið gerðar í tengslum við rannsóknina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×