Innlent

Fá hótanir vegna málefna útlendinga

SB skrifar
Mikill viðbúnaður var hjá Útlendingastofnun vegna fundarins sem átti að eiga sér stað með hælisleitandanum Mehdi Pour á föstudaginn. Forstjóri Útlendingastofnunar segir það breyta stöðu Mehdi að hann sé kominn í hendur heilbrigðisyfirvalda. Starfsfólk hafi oft fengið hótanir vegna málefna hælisleitenda.

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði Mehdi Pour í tveggja vikna öryggisvistun í dag. Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, segir það geta haft áhrif á hans mál.

„Nú liggur fyrir að hann er kominn í hendur heilbrigðisyfirvalda og það er liður í þessu máli að skoða hvort það breyti ekki aðstæðum," segir Kristín.

Kristín segir mál Mehdis með þeim erfiðari sem stofnunin hafi glímt við. Á tímabili hafi starfsfólk óttast um eigið öryggi. „Það hefur komið upp og það kom líka fram að yfirmaður hælissviðs fór frá okkur og ræddi við hann og var mjög nálægt í þessum atburðum," segir Kristín. Það komi fyrir að starfsmenn Útlendingastofnunar fái hótanir.


Tengdar fréttir

Hælisleitandinn skildi eftir sjálfsmorðsbréf

Hælisleitandinn Mehdi Pour afhenti vinkonu sinni sjálfsmorðsbréf áður en hann fór upp í Rauða kross hús þar sem hann reyndi að kveikja í sér. Hann hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald á viðeigandi stofnun.

Hælisleitandinn kominn í gæsluvarðhald

Hælisleitandinn Mehdi Kavyan Pour hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna öryggisvistun en hann reyndi að kveikja í sér í húsi Rauða krossins í gær. Lögfræðingur mannsins segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi við málstað hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×