Innlent

Fjarlægði niðrandi ummæli um Egil Ólafsson

Símon Birgisson skrifar
Jónas Kristjánsson bloggari. Mynd/ GVA.
Jónas Kristjánsson bloggari. Mynd/ GVA.
Ofurbloggarinn og ritstjórinn Jónas Kristjánsson hefur fjarlægt umdeildar færslur af vef sínum þar sem hann líkti söngvaranum Agli Ólafssyni við áróðursmeistara þriðja ríkisins Jósef Göbbels. Ástæðan voru auglýsingar hins síðarnefnda í aðdraganda Icesave kosningana þar sem hann fjallaði um þrælkun íslenskra barna í breskum kolanámum og varaði við því að Já við Icesave jafngilti því að selja börnin í ánauð.

Egill, sem gerði garðinn frægan með Stuðmönnum og Spilverki Þjóðanna á sínum tíma, fór fram á það að Jónas bæði hann afsökunar ella færi hann í meiðyrðamál. Það hefur Jónas ekki gert en hins vegar eru færslurnar umdeildu horfnar af vef hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×