Innlent

Telur að þingið geti ekki klárað ESB málið

Þorsteinn Pálsson telur að ríkisstjórnin geti ekki lokið við ESB málið óbreytt. Mynd/ GVA.
Þorsteinn Pálsson telur að ríkisstjórnin geti ekki lokið við ESB málið óbreytt. Mynd/ GVA.
Lokastigið í aðildarviðræðum við Evrópusambandið verður ekki stigið nema með nýjum þingmeirihluta. Þetta segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í grein í Fréttablaðinu í dag.

Þorsteinn bendir á að Evrópusambandsaðild eigi sér stuðning í öllum flokkum. Miklu skipti í framhaldinu hvernig leiðsögn ríkisstjórnin muni veita þegar fram í sækir. Utanríkisráðherra hafi veitt aðildarviðræðunum sterka forystu. Það breyti því hins vegar ekki að ýmis veikleikamerki séu á forystuhlutverki Samfylkingarinnar.

Fyrsta veikleikamerkið hafi komið fram við stjórnarmyndunina þegar VG taldi Samfylkingunni trú um að unnt væri að ljúka samningum án þess að báðir ríkisstjórnarflokkarnir tækju efnislega ábyrgð á niðurstöðunni. Þetta hafi verið blekking og því legið fyrir að núverandi ríkisstjórn gæti aldrei klárað aðildarviðræðurnar.


Tengdar fréttir

Forystan í Evrópumálum

Talsmenn Evrópuandstöðunnar endurtaka í sífellu þau ósannindi að aðildarumsóknin að ESB sé einkamál Samfylkingarinnar. Í síðustu þingkosningum voru þrír flokkar með aðild á stefnuskrá og þeir fengu meirihluta þingmanna. Minnihluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins studdi einnig umsóknina. Að baki henni var því öflugur stuðningur meirihluta kjósenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×