Erlent

Martin Luther King var undir áhrifum við útför Kennedys

Jón Hákon Halldórsson skrifar
John F. Kennedy ásamt Jackie eiginkonu sinni. Mynd/ AFP.
John F. Kennedy ásamt Jackie eiginkonu sinni. Mynd/ AFP.
Hljóðupptökur af Jackie Kennedy, sem teknar voru upp fáeinum mánuðum eftir að eiginmaður hennar, John F. Kennedy, var myrtur hafa nú verið gerðar opinberar í fyrsta skipti. Hljóðupptökurnar eru af viðtölum sem Arthur Schlesinger, sagnfræðingur Hvíta hússins, átti við hana. Á upptökunum má heyra að hún lýsir Martin Luther King sem hræðilegum manni. King er, sem kunnugt er, þekktastur fyrir baráttu sinni fyrir réttindum blökkumanna í Bandaríkjunum.

Jackie segir líka á hljóðupptökunum að John F. Kennedy hafi ekki líkað sérstaklega vel við varaforsetann, Lyndon Johnson. Þá hafi eiginmaður hennar líka oft talað af léttúð um það að hann yrði ef til vill einhvern tímann tekinn af lífi.

Viðtölin við Jackie voru tekin upp um það bil fjórum mánuðum eftir að Kennedy var myrtur í Dallas. Hún vildi ekki að upptökurnar yrðu gerðar opinberar fyrr en mörgum árum eftir að hún sjálf væri látin. Jackie lést árið 1994. Nú hefur verið skrifuð bók sem byggir á viðtölunum og kemur hún út í dag.

Á upptökunum virðist hún vera sár út í Martin Luther King, því einn Kennedybróðirinn, Robert, hafi sagt henni að King hafi verið undir áhrifum við jarðarför John Kennedys og gert grín að athöfninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×