Innlent

Ritstjóri DV: Eiðs-dómurinn slæmur fyrir þjóðina

Valur Grettisson skrifar

„Mér finnst dómurinn slæmur og ekki góður fyrir okkur né þjóðina," segir Jón Trausti Reynisson, annar ritstjóri DV en hann ásamt blaðamanni og Reyni Traustasyni, ritstjóra DV, voru dæmir til að greiða Eiði 150 þúsund króna sekt hver vegna umfjöllunar blaðsins um fjárhagsmál Eiðs Smára. Þá þurfa þeir að greiða Eiði Smára samtals 400 þúsund í miskabætur.

Eiður Smári Guðjohnsen stefndi þeim öllum fyrir umfjöllun blaðsins um fjármál sín í desember 2009. Þá var sagt frá því að Eiður Smári skuldi 1,2 milljarð en eigi 800 milljónir og hafi meðal annars tapað á fjárfestingum sínum í Hong Kong, Tyrklandi og Reykjanesbæ. Eiður Smári krafðist fimm milljóna í miskabætur og eina milljón til að kynna dóminn í dagblöðum.

Aðspurður hvort DV hefði gengið of langt í umfjöllun sinni svaraði Jón Trausti: „Nei. En það er spurning hvort Eiður hafi gengið of langt í sínum lántökum og fjárfestingum."

Jón Trausti sagði að lokum að hann væri ekki bjartsýnn á að málinu yrði snúið í Hæstarétti Íslands, en þremenningarnir hafa áfrýjað dómnum. Hægt er að skoða viðtal við Jón Trausta í meðfylgjandi myndskeiði.


Tengdar fréttir

Eiður Smári hafði betur gegn DV

Eiður Smári Guðjohnsen vann dómsmál gegn blaðamanninum Inga Frey Vilhjálmssyni og ritstjórum DV, þeim Reyni Traustasyni og Jón Trausta Reynissyni




Fleiri fréttir

Sjá meira


×