Innlent

Vel heppnaðir Framadagar

Framadagar Háskóla Íslands 2011
Framadagar Háskóla Íslands 2011

Framadagar voru haldnir í Háskóla Íslands í 17. sinn í gær. Framadagar er árlegur viðburður í Háskólalífinu þar sem helstu fyrirtæki landsins kynna starfsemi sína. Bryddað var upp á þeirri nýbreyttni að þekktir einstaklingar úr íslensku viðskiptalífi héldu örfyrirlestra.

Háskólanemar gátu þarna kynnt sér starfsemi hinna ýmsu fyrirtækja og reynt að verða sér úti um sumarvinnu eða framtíðarstarf. Einnig gafst fyrirtækjum kostur á að kynnast mögulegum framtíðarstarfsmönnum enda er skortur á verk- og tölvunarfræðingum á Íslandi, að sögn framkvæmdastjóra Samtaka Iðnaðarins. Menn voru sammála um að vel hafi tekist til að þessu sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×