Erlent

Sjónvarpsstjarna varð fyrir árás í Egyptalandi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Anderson Cooper sjónvarpsstjarna varð fyrir árás. Mynd/ AFP.
Anderson Cooper sjónvarpsstjarna varð fyrir árás. Mynd/ AFP.
Anderson Cooper fréttamaður og samstarfsmenn hans, á CNN sjónvarpsstöðinni, urðu fyrir árás í Egyptalandi í dag þar sem þeir voru að fylgjast með óeirðunum sem þar standa yfir. Það voru stuðningsmenn stjórnarinnar sem réðust að Cooper og samstarfsmönnum hans.

„Cooper sagði að hann hefði verið kýldur tíu sinnum og að það hafi verið stuðningsmenn Mubaraks sem hefðu gert umsátur um þau þegar þau voru að fylgjast með mótmælunum," sagði Steve Brusk, sjónvarpsframleiðand hjá CNN,i á Twitter. Þetta kemur fram á fréttavef NY DailyNews.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×