Innlent

Menntamálaráðherra setur málefni kvikmyndanema í forgang

Svandís Svavarsdóttir.
Svandís Svavarsdóttir.
„Það er fullur vilji minn að leysa málið og ég set það í forgang," svaraði Svandís Svavarsdóttir, sitjandi menntamálaráðherra, þegar þingmaður Framsóknarflokksins, Gunnar Bragi Sveinsson, spurði Svandísi um stöðu Kvikmyndaskóla Íslands í óundirbúnum fyrirspurnum í morgun.

Þá spurði Gunnar Bragi hvernig menntamálaráðherra hygðist bregðast við varðandi bága stöðu skólans, sem hefur verið lokað vegna fjárskorts.

Svandís sagðist ætla að höggva á þann hnút, meðal annars hefur hún sett saman viðbragðsteymi sem vinnur að því að finna lausn fyrir nemendur skólans, en þeirri vinnu ætti að ljúka í síðasta lagi fyrir lok næstu viku.

Svandís sagði ennfremur að ekki yrði byggt á svokölluðu sáttatilboði sem starfsmenn skólans lögðu fram fyrir nokkru. Hún sagði það einnig vilja nemanda að leita annarra lausna, meðal annars framtíðarstefnumótun kvikmyndanáms á Íslandi, sem hún var sammála Gunnari Braga um að væri mikilvæg listgrein hér á landi.

Svandís sagði nánari útlistun á framtíðarlausnum kvikmyndanáms á Íslandi væntanlega og hún myndi að öllum líkindum gera grein fyrir þeim í menntamálanefnd þegar lausnirnar liggja fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×