Innlent

Mest 700 MW til ráðstöfunar á næstu árum

Takmarkaðir orkukostir Samorka segir að rammaáætlun í orkumálum feli í sér að 700 MW hið mesta verði til reiðu fyrir iðnaðaruppbyggingu á næstu árum. 	Fréttablaðið/Valli
Takmarkaðir orkukostir Samorka segir að rammaáætlun í orkumálum feli í sér að 700 MW hið mesta verði til reiðu fyrir iðnaðaruppbyggingu á næstu árum. Fréttablaðið/Valli
Verði þingsályktunartillaga um rammasamkomulag í orku- og umhverfismálum samþykkt verða að hámarki 700 MW til ráðstöfunar í iðnaðaruppbyggingu á næstu fjórum til sex árum.

Þetta segir í umsögn Samorku, Samtaka orku- og veitufyrirtækja, um tillöguna og er vísað til þeirra verkefna sem sett hafa verið í svokallaðan nýtingarflokk í þingsályktunartillögunni.

Í umsögninni segir að virkjunarkostir í nýtingarflokki hafi að geyma um 1.500 MW en „að hámarki [eru] um 700 MW á því stigi að hægt væri að gera samninga um sölu á orkunni innan tveggja ára,“ og er þar miðað við hugsanlega afhendingu innan fjögurra til sex ára. Í umsögninni er einnig lýst yfir undrun á því að nokkrir virkjanakostir, sem hafi verið settir í nýtingarflokk af verkefnisstjórn við undirbúning tillögunnar, hafi í tillögunni verið færðir í biðflokk, jafnvel verndarflokk.

Samorka bendir á að víða um land sé rætt um mikil áform um uppbyggingu iðnaðar, en þau verkefni gætu þurft á allri þeirri orku að halda sem eru í nýtingarflokki samkvæmt tillögunni.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×