Innlent

Forstjórinn segir uppgjörið vera traust

Aðstæður í efnahagslífinu eru á margan hátt óvenjulegar, að sögn forstjóra Arion banka. Fréttablaðið/GVA
Aðstæður í efnahagslífinu eru á margan hátt óvenjulegar, að sögn forstjóra Arion banka. Fréttablaðið/GVA
„Uppgjörið er mjög traust, í samræmi við áætlanir og stenst þær arðsemiskröfur sem eru gerðar,“ segir Höskuldur H. Ólafsson, forstjóri Arion banka.

Bankinn hagnaðist um 10,2 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins sem er 2,3 milljörðum meira en á sama tíma árið á undan. Endurmat á útlánasafni og uppgjör við þrotabú Kaupþings setur mark sitt á uppgjör bankans líkt og síðustu misserin eftir efnahagshrunið. Höskuldur segir þessa tvo þætti gera uppgjörið óvenjulegt.

Þegar fram líði stundir, óvissu tengdri útlánasafni bankans og öðrum eignum verði eytt og reksturinn komist á lygnan sjó muni það verða skýrara. Flestir liðir í rekstri Arion banka bötnuðu á milli ára og er mál þeirra sem Fréttablaðið ræddi við að grunnreksturinn sé á uppleið þótt afkoman sé talin lítillega undir kröfu Bankasýslu ríkisins. Enginn þar vildi tjá sig opinberlega um málið.

Krafa Bankasýslunnar af reglulegum rekstri hljóðar almennt upp á 11,0 til 11,5 prósenta arðsemi. Óreglulegir liðir valda því að arðsemin nær rúmum 20 prósentum. Að þeim undanskildum liggur arðsemi af reglulegum rekstri í kringum 9,0 prósent. - jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×