Innlent

Ívar og Sigurjón gistu fangageymslur

Sigurjón Þ. Árnason fyrrverandi bankastjóri Landsbankans og Ívar Guðjónsson, fyrrverandi forstöðumaður í bankanum, voru leiddir fyrir héraðsdómara laust fyrir miðnætti, þar sem Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari hafði krafist gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir þeim.

Eftir skamma dvöl hjá dómara leiddi lögregla þá út og vistaði í fangageymslum, en dómari tók sér frest til þess að úrskurða í málinu. Þeir, ásamt fimm öðrum fyrrverandi stjórnendum úr bankanum, voru teknir til yfirheyrslu hjá saksóknara í gærmorgun og yfirheyrðir farm á kvöld.

Í þeim hópi eru Elín Sigfúsdóttir, Steinþór Gunnarsson og Yngvi Örn Kristinssson. Málið snýst um stórfellda markaðsmisnotkun gamla Landsbankans upp á tugi milljarða króna. Sérstakur saksóknari býst við að fleiri verði yfirheyrðir á næstu dögum.

Ranghermt var í gærkvöldi að Steinþór Gunnarsson hefði verið leiddur fyrir dómara og er beðist velvirðingar á því.






Tengdar fréttir

Sjö færðir í skýrslutöku - grunur um stórfellt auðgunarbrot

Í tengslum við rannsóknir embættis sérstaks saksóknara á kaupum Landsbanka Íslands á hlutbréfum útgefnum af bankanum og lánveitingum bankans til hlutabréfakaupa fóru fram húsleitir á þremur stöðum í dag á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt tilkynningu frá Sérstökum saksóknara. Þar kemur fram, eins og Vísir greindi frá, að sjö manns voru á sama tíma færðir til skýrslutöku.

Frestaði ákvörðun um gæsluvarðhald

„Það voru engir úrskurðir kveðnir upp í kvöld," sagði dómari í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í gærkvöldi. Farið var fram á gæsluvarðhald yfir Sigurjóni Þ. Árnasyni fyrrverandi bankastjóra Landsbankans og öðrum manni í bankanum.

Lánasafnið kostaði Landsbankann 121 milljarð

Heildarupphæðin, sem Landsbankinn borgaði til þess að kaupa lánasafnið af Landsbankanum í Lúxemborg, sem er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara, nam um 784 milljónum evra, samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

Farið fram á gæsluvarðhald yfir tveimur

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir tveimur einstaklingum í tengslum við rannsókn embættisins sem snýr að stórfelldri markaðsmisnotkun Landsbankans. Hann vill ekki gefa upp hverjir það eru né hversu margir munu gista fangageymslur í nótt. Skömmu fyrir klukkan ellefu í kvöld yfirgaf Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, húsakynni embætti sérstaks saksóknara í lögreglufylgd. Hann vildi ekki tjá sig um málið við fréttamenn.

Halldór væntanlegur til landsins

Sérstakur saksóknari yfirheyrði í gær sjö starfsmenn gamla Landsbankans vegna rannsóknar á meintri stórfelldri markaðsmisnotkun fyrir hrun. Nokkrir voru handteknir. Tugmilljarðar viðskipta eru undir í rannsókninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×