Innlent

Kyrrstaðan rofin - forseti ASÍ bjartsýnn

Gylfi Arinbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins.
Gylfi Arinbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins. Mynd/GVA
Samninganefndir Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambandsins hafa í gær og í dag rætt mögulega tímalengd og uppbyggingu væntanlegs kjarasamnings. Settur verður kraftur í viðræðurnar eftir helgi sem miðast við gerð samnings til þriggja ára.

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, er bjartsýnni í dag en hann var í gær. Rætt var við hann í dægurmálaþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í dag. „Ég er bjartsýnni. Það er búið að vera ágreiningur um þessi efni og það hefur tekist núna að koma þessu í einhvern farveg."

Reynt verður að ljúka þessari vinnu eins hratt og mögulegt er.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×