Innlent

Sigurjón og Ívar í gæsluvarðhald

JHH og ÞÞ skrifar
Héraðsdómur féllst á gæsluvarðhaldsúrskurði yfir Ívari Guðjónssyni og Sigurjóni Þ. Árnasyni. Mynd/ Vilhelm.
Héraðsdómur féllst á gæsluvarðhaldsúrskurði yfir Ívari Guðjónssyni og Sigurjóni Þ. Árnasyni. Mynd/ Vilhelm.
Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 25. janúar klukkan 16. Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur kvað upp úrskurðinn rétt eftir klukkan tvö í dag. Þá hefur Ívar Guðjónsson verið úrskurðaður í sjö daga gæsluvarðhald.

Sigurður G. Guðjónsson, verjandi Sigurjóns, sagði í samtali við fréttamann að úrskurðurinn yrði kærður til Hæstaréttar og hann vonast til þess að Hæstiréttur felli hann úr gildi.



Ívar var úrskurðaður í sjö daga gæsluvarðhald.
Sigurður furðaði sig á því að verið væri að krefjast gæsluvarðhalds löngu eftir að Landsbankinn féll. Auk þess væri verið að krefjast gæsluvarðhalds vegna meintra brota sem Sigurjón var yfirheyrður í tengslum við í júlí 2009.

Þegar Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var handtekinn í vor var hann úrskurðaður í tólf daga gæsluvarðhald, en var látinn laus eftir tíu daga. Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, var á þeim tíma líka úrskurðaður í sjö daga gæsluvarðhald.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×