Erlent

Tuttugu manns sluppu úr eldi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Richard Branson tapaði þúsundum mynda að eigin sögn. Mynd/ AFP.
Richard Branson tapaði þúsundum mynda að eigin sögn. Mynd/ AFP.
Tuttugu manns sluppu ómeiddir þegar eldur braust út á heimili Sir Richard Branson á Necker eyju í Karabíska hafinu í dag. Mikill hitabeltisstormur gengur nú yfir Karabíska hafið og er talið að eldingu hafi lostið niður í húsið og kveikt eldinn.

Richard Branson, sem er forstjóri Virgin Group, var sjálfur staddur í nálægu húsi þegar eldurinn braust út. Hann slapp því ómeiddur. Leikkonan Kate Winslet er líka stödd á eyjunni, eftir því sem BBC greinir frá. „Sam, sonur minn, flýtti sér inn í húsið til þess að hjálpa öllum út sem voru þar," segir Branson.

Branson segir að húsið sitt sé handónýtt. Skrifstofan sín hafi verið í húsinu og hann hafi tapað þúsundum ljósmynda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×