Erlent

Assad segir ekki af sér

Forseti Sýrlands ávarpað þjóð sína í gærkvöldi í fjórða sinn síðan uppreisnin hófst.
Forseti Sýrlands ávarpað þjóð sína í gærkvöldi í fjórða sinn síðan uppreisnin hófst.
Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, kom fram í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi. Þar varaði hann önnur ríki við því að skipta sér af ástandinu í Sýrlandi og sagði öll afskipti myndu hafa „stórfelldar afleiðingar".  Einnig talaði hann um fyrirhugaðar endurbætur sínar á stjórnkerfi landsins, en fjallaði ekkert um stöðu sína sem forseti.

Síðustu daga hefur þrýstingur vaxið mjög á Assad að láta af völdum. Nú síðast settu m. a. bandaríkja- og frakklandsforseti og kanslari Þýskalands fram samstillta kröfu um að hann segði af sér. Assad virðist tæplega muni verða við þeirri kröfu bara sisona. Hann mun gera hvað hann getur til að halda stjórninni yfir lögregluríkinu sem fjölskylda hans hefur stýrt síðustu fjóra áratugi.


Tengdar fréttir

Ríki ESB taka undir

Forsætisráðherrar Bretlands, Frakklands og Þýskalands taka undir kröfu Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, um að Bashar al-Assad segi af sér.

Rússland styður ekki kröfu um afsögn

Rússar taka ekki undir kröfu vestrænna ríkja um að Sýrlandsforseti, Bashar al-Assad, leggi niður völd. Talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins segir nauðsynlegt að gefa Assad lengri tíma til að vinna að umbótum í landinu.

Obama krefst afsagnar Assad

Bandaríkjaforseti kallar í dag opinberlega eftir því að Sýrlandsforseti, Bashar al-Assad, leggi niður völd. Þá hefur Obama einnig hótað auknum refsiaðgerðum sem ku vera mun harkalegri en hinar fyrri, verði Assad ekki við ósk Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×