Erlent

Líbía að sleppa úr klóm harðstjóra

„Fólkið í Líbíu eru rétt að sanna að þráin eftir virðingu og frelsi er mun sterkari en járn-klær harðstjórans,“ segir í yfirlýsingu forsetans.
„Fólkið í Líbíu eru rétt að sanna að þráin eftir virðingu og frelsi er mun sterkari en járn-klær harðstjórans,“ segir í yfirlýsingu forsetans.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sendi frá sér yfirlýsingu nú í morgun sem varðaði ástandið í Líbíu. Þar segir hann að Gaddafi verði að átta sig á að valdatíð hans er á enda, hann stjórni ekki lengur Líbíu. Hann lofar einnig að Bandaríkin muni áfram starfa með stjórn uppreisnarmanna og styðja hana í framtíðinni.

Obama er nú í sumarleyfi í húsi sínu í Martha's Wineyard. Hann hefur fengið tíðar upplýsingar um ástandið í Líbíu milli golfleikja.


Tengdar fréttir

Fogh segir að stjórn Gaddafis sé að falli komin

Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins segja að ríkisstjórn Moammars Gaddafis, leiðtoga Líbíu, sé að falli komin. Nú sé kominn tími til þess að mynda nýja lýðræðislega stjórn í Líbíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×