Erlent

Bókasafnið í Berlín skilar bókum sem nasistar stálu

Borgarbókasafnið í Berlín ætlar á næstu dögum að skila bókum sem nasistar stálu frá Sósíal Demókrötum í borginni á milli stríðsárunum. Þar á meðal er ensk útgáfa af kommúnistaávarpinu sem talið er að hafi verið í eigu Friedrich Engels, sem skrifaði bókina ásamt Karli Marx árið 1848. Stjórnmálaflokkurinn var bannaður þegar Hitler komst til valda í landinu og eignir hans gerðar upptækar. Alls er um sjötíu bækur að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×