Erlent

Strauss-Kahn líklega laus allra mála

Dominique Strauss-Kahn
Dominique Strauss-Kahn mynd/afp
Ákæra á hendur Dominique Strauss-Kahn, fyrrum framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, verður að öllum líkindum felld niður þegar réttað verður í málinu á morgun.

Hótelþernan sem sakaði Strauss-Kahn um nauðgun í maí síðastliðnum hefur verið boðuð á fund með saksóknara í dag.

Lögmaður hennar segir líklegt, eftir að hafa fengið fundarboðið, að henni verði tjáð að farið verði fram á að fallið verði frá flestum ef ekki öllum ákæruliðunum.

Hann sagði að henni liði eins og að saksóknari væri að gefa sig upp á bátinn. Hún og dóttir hennar grætu sig í svefn yfir því hvað hefði gerst. Rannsóknin á málinu væri furðuleg svo ekki meira sé sagt, því hún væri yfirheyrð og rannsökuð meira en Strauss-Kahn.

Ef dómari fellst á að fella málið niður er Strauss-Kahn ekki laus allra mála því hótelþernan hefur höfðað einkamál gegn honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×