Innlent

Tíuþúsund gloss hafa selst

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Aðstandendur söfnunarátaksins „Á allra vörum“.
Aðstandendur söfnunarátaksins „Á allra vörum“.
Tíuþúsund gloss hafa selst í söfnunarátaki „Á allra vörum þetta árið“. Aðstandendur söfnunarátaksins fagna árangrinum, sem von er. „Viðtökurnar hafa verið með hreinum ólíkindum og andinn og krafturinn í kringum þetta átak hefur sjaldan verið betri", segir Guðný Ó. Pálsdóttir ein forsvarskona Á allra vörum í fréttatilkynningu.

Söfnuninni lýkur í kvöld þegar söfnunarþáttur verður sendur út á Skjá einum í opinni dagskrá og á vef Morgunblaðsins klukkan níu. Undirbúningur stendur sem hæst fyrir kvöldið, en það eru um 200 sjálfboðaliðar sem leggja þættinum lið undir stjórn Maríönnu Friðjónsdóttur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×